16 júlí 2006

Fíla-húfa


Það er alveg svakalega langt síðan að ég hef prjónað og var hreinlega búin að gleyma hvað það er gaman ;) en þessa húfu prjónaði ég fyrir vinkonu mína og ætlaði ekki að nenna því það er bara málið að byrja á hlutunum þá er það ekkert mál;o)það er annars ekkert að frétta af saumaskap enda sól úti og sumar og margt annað að gera.Kisa mín sem er bara 7 mánaða er kviðslitinn og það er ekkert hægt að gera vegna þess að hún er ólétt púff hún sem átti ekki að fá kettlinga enda nóg að mamma hennar sjái um það.
Bið að heilsa að sinni ;o)

4 Comments:

Blogger Hafrún Ásta said...

ég hef einmitt saumað þessa húfu nema ég sleppti pífunni og breytti litunum því ég gerði hana fyrir strák og svo merkilegt sem það er þá stækkaði hún bara með barninu og sá yngri hefur notað hana líka

18 júlí, 2006 09:25  
Blogger Rósa said...

Sæt húfa :-) Hvað ertu að gera í kvöld? ;-)

18 júlí, 2006 14:28  
Blogger Abba said...

Já ég er búin að gera nokkrar bæði fyrir stráka og stelpur og það er rétt þær stækka með barninu ;o)

18 júlí, 2006 19:09  
Blogger Abba said...

komdu í heimsókn Rósa?

18 júlí, 2006 19:11  

Skrifa ummæli

<< Home