27 febrúar 2006

Gullið mitt


Ég var að fá sendingu frá silver needle alveg fullt af æðislegum munstrum og að sjálfsögðu Mill Hill ;-D Linda hafði rétt fyrir sér þegar hún sagði að ég ætti eftir að elska Mill Hill ;o)takk Linda
þú hafðir rétt fyrir þér

25 febrúar 2006

post of love 1


jæja þá er það hinn helmingurinn af vasanum eða næstum því. það er búið að vera mjög gaman að sauma myndina þótt hún sé búin að taka soldið langan tíma nú tala ég eins og hún sé bara búin en svo er ekki það eiga að koma hjörtu upp úr vasanum og þau eru algjört æði ;o) þá er bara að fara að drífa sig að klára bæó

19 febrúar 2006

svolítið sætur


Hef lítið annað gert enn að vinna undanfarið og því ekkert getað saumað :( það er semsagt vertíð hjá mér.horfði á Idolið á föstudaginn með Rósu Bjarna og við vorum svo ósáttar (skandall)svo Rósa fór frá mér frekar mikið ósátt :( vonandi ertu búin að jafna þig Rósa mín?Ragnheiður Sara er enn inni ;)setti inn mynd sem ég saumaði um daginn lítill sætur fíll.Er að fara að vinna.

11 febrúar 2006

Konfektskál


já ég veit það er langt síðan ég hef gert eithvað af viti en það er að koma.
En svona til að gera eitthvað þá set ég hér inn mynd af eftirlætinu mínu :o)
er hún ekki flott?Elska hana en þið getið skoðað meira í albúminu mínu en á samt eftir að setja inn meira.Endilega segið skoðun ykkar :)