29 október 2006

Mill Hill Snjókarl


Þetta er fyrsti Mill Hill snjókarlinn sem ég sauma en á eftir að gera marga í viðbót enda eru þeir ekkert smá sætir.Það er svo sem lítið að frétta enda fara mest allir frítímar í lærdóm.Ég er að byrja á nýjum vinnustað sem er hjúkrunarheimilið ákvað að vinna við það sem ég er að læra (ekkert svo vitlaust )og það leggst bara afskaplega vel í mig ;o)

25 september 2006

Strengur


Loksins kemur nýtt verk frá mér ég er loksins búin með strenginn hennar Lenu og get farið að senda þá í innrömmun (ég er semsagt búin með tvo) vei hlakka svo til að fá þá í ramma. Það er svo sem lítið að frétta nema ég hef ekki getað kommentað hjá neinum í allt sumar :( og ég veit ekkert afhverju það virkar ekki.Hefur það komið fyrir hjá ykkur?Enn vonandi kemur meira fljótlega frá mér ég er í saumastuði og líka í skólastuði ætla að verða sjúkraliði ekki veitir af þegar fjölskyldan er alltaf að skaða sig.

16 ágúst 2006

Brotafjölskyldan


það er alveg svakalega langt síðan að ég hef komið inná bloggið mitt enda hef ég lítið gert annað en að sinna fótbrotnu barninu mínu :o( sem tví braut á sér fótinn á hjóli og ætlar að vera í gifsi í minnst 6 vikur án stigs púff sumarfríið fór alveg fyrir bý og kallinn að jafna sig eftir að hann þrí braut á sér ristina út á sjó þetta er sannkölluð brota fjölskylda :o) svo að við skötuhjúin ætlum að skella okkur til Tallin á Eistlandi í lok mánaðarins og slaka á í fimm daga ferð ooh mér hlakkar ekkert smá til;o)set hér mynd að Lenu litlu sem er búin að standa sig frábærlega þótt hún þurfi að horfa á vini sína hlaupa um og leika sér meðan hún endar sumarfríð svona.Saumakveðja Abba

16 júlí 2006

Fíla-húfa


Það er alveg svakalega langt síðan að ég hef prjónað og var hreinlega búin að gleyma hvað það er gaman ;) en þessa húfu prjónaði ég fyrir vinkonu mína og ætlaði ekki að nenna því það er bara málið að byrja á hlutunum þá er það ekkert mál;o)það er annars ekkert að frétta af saumaskap enda sól úti og sumar og margt annað að gera.Kisa mín sem er bara 7 mánaða er kviðslitinn og það er ekkert hægt að gera vegna þess að hún er ólétt púff hún sem átti ekki að fá kettlinga enda nóg að mamma hennar sjái um það.
Bið að heilsa að sinni ;o)

25 júní 2006

Post of love


Hæhó!
Jæja þá kemur smá meira sýnishorn af vasanum en þetta gengur barasta ekki neitt hjá mér :( ég er komin með algjört ógeð á að sauma öll þessi hjörtu eins og þau eru nú falleg svo er garðurinn nú líka að taka sinn toll en það er nú í góðu lagi :) svo er bara hátíð á Höfn um næstu helgi allir að drífa sig á humarhátíðina !!!
bæó

05 júní 2006

klári klár


Já ég er búin með kisumyndina það eru mikill sigur fyrir mig þar sem mér finnst ekkert hafi klárast síðan ég veit ekki hvenar.Þá er bara að fara klára næstu mynd sem verður M Powell og svo koll af kolli (ég er hætt að nenna að safna ó kláruðum myndum)það er svo mikið sem mér langar að byrja á en er að reyna að halda í við mig :(

25 maí 2006

Kisumynd


Váá!! hvað það er langt síðan að ég hef bloggað og saumað :( en það er ekkert skrýtið þegar maður er aldrei heima hjá sér enda bíður ó endanlegt verk í garðinum líka púff.Ég setti æðislega kisumynd inn sem ég hef verið að grípa í hún er voða sæt og vonandi næ ég að klára hana sem fyrst :/ það bíður nefnilega önnur svona mynd eftir mér nema það eru kanínur sem eru voða sætar líka ;)